Ég heiti Atli
Líkamsrækt, lyftingar og heilbrigður lífstíll hafa alltaf verið mín helstu áhugamál, en ég hef verið að mæta í ræktina síðan ég var 15 ára gamall. Árið 2022 ákvað ég að sameina ástríðu við atvinnu og hef síðan verið að þjálfa í líkamsræktarstöðvum World Class.
Sjálfur æfi ég til að verða sterkari, byggja upp vöðva og auka lífsgæði mín. Markmið mitt er að hjálpa öðrum að tileinka sér heilbrigðari venjur – að kenna fólki að hreyfing þarf ekki að vera flókin. Ég trúi því að allir geti fundið skemmtilega leið til að stunda líkamsrækt. Ef þú þjálfar upp rétta hugarfarið og tileinkar þér smá aga, þá muntu alltaf finna og sjá árangur!
Ég vinn helst með fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt. Ef þú vilt læra grunnatriðin við lyftingar og næringu, verða sterkari og líða betur í eigin skinni þá er ég tilbúinn að taka slaginn með þér!