Skilmálar.

Gúmmítarzan ehf. - (atlathjalfun.com)

620224-3400

Einholti 8, 101 Reykjavík

Atli@atlathjalfun.com

Með kaupum á vörum og eða þjónustu á þessari heimasíðu samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála.

1. Réttur til að hætta við pantanir

Atlathjalfun.com áskilur sér rétt til að hætta við pantanir fyrirvaralaust. Þá áskilur atlathjalfun.com sér rétt til að segja upp samningi og eða áskrift hvenær sem er.

2. Höfundaréttur á efni á heimasíðu og námskeiðum

Allt efni á heimasíðu atlathjalfun.com sem og allt efni á netnámskeiðum sem seljandi býður upp á er í eigu Gúmmítarzan ehf. Kaupanda er með öllu óheimilt að afrita efnið eða að deila því áfram með þriðja aðila.

3. Greiðsluskylda kaupanda - mánaðarleg áskrift

Kaupandi sem skráir sig í mánaðarlega áskrift hjá atlathjalfun.com skuldbindur sig til þess að greiða mánaðarlega fyrir námskeið.

4. Greiðsluskylda kaupanda - stök námskeið

Kaupandi sem kaupir stakt námskeið (eða aðra vöru) greiðir fyrirfram. Greiðslukrafa fyrir staka tíma berst samdægurs en eindagi er 15 dögum síðar.

5. Endurgreiðslur

Kaupandi á ekki rétt á endurgreiðslu eftir að búið er að greiða áskriftargjald eða stakt námskeiðsgjald.

6. Uppsögn á áskrift

Kaupandi getur sagt upp mánaðarlegri áskrift hvenær sem er. Uppsögn skal berast fyrir 28 hvers mánaðar og tekur gildi næstu mánaðarmót frá því að uppsögn sannanlega berst seljanda.

7. Tímabókanir

Ef bókuðum tímum er aflýst af kaupanda með klukkustundar fyrirvara eða skemur er tíminn ekki bættur upp né endurgreiddur.

Allir tímar sem þjálfari aflýsir eru bættir upp.

8. Verð

Breytingar á verðskrá skulu tilkynntar með tölvupósti og taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum frá því að tilkynning sannanlega berst kaupanda. 

9. Ábyrgð

Með því að eiga viðskipti við atlathjalfun.com lýsir viðskiptavinur því yfir að honum/henni sé óhætt að stunda hefðbundna líkamsrækt og sé með því ekki að stofna eigin heilsu í hættu. Viðskiptavinir eru alfarið á eigin ábyrgð við framkvæmd æfinga. Komi til slysa eða annara meiðsla ber atlathjalfun.com enga ábyrgð. Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgja æfingum og fyrirmælum og hlusta á eigin líka og stöðva æfingu valdi æfingin verkjum eða óþægindum. Með kaupum á þjónustu hjá atlathjalfun.com staðfestir kaupandi eigin ábyrgð (eigin áhættu)

10. Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tenglsum við þjálfun og eða viðskiptin.

11. Lögsaga

Hverskyns deilumál sem upp koma á milli aðila í tengslum við atlathjalfun.com og sem ekki tekst að leysa með samningum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

12. Breytingar 

atlathjalfun.com (Gúmmítarzan ehf.) áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum og þjónustum. Breytingar eru kynntar á vefsíðunni atlathjalfun.com/skilmalar með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en þær taka gildi.